Þetta er flaggskipið, ætlað stjórnendum sem vilja skoða leiðri til betra skipulags og persónulegrar áætlunargerðar. Bland af hóp- og einkaþjálfun. Lágmark 1 þátttakandi og hámark7 sem fá þjálfun 2-3 sinnum með 2-3 vikum á milli heimsókna.
Ef um er að ræða 3-7 aðila þá byrja þjálfunardagar með 90 mín vinnustofu þar sem allir eru saman. Síðan fer hver og einn á sína vinnustöð með tiltekin viðfangsefni sem ég legg fyrir. Í framhaldinu fer ég til hvers og eins í 40-45 min einkaþjálfun og eftirfylgni.
Ef um er að ræða einn eða tvo þátttakenda þá er um að ræða 90 min einkaþjálfun á mann.
Stjórnandann í fyrsta sinn hef ég útfært með ýmsum hætti.
1. Þessi leið með Dokkunni, 3 klst og mjög þétt dagskrá
2. Sem dagsprógram ca. 5-6 klst
3. Sem þriggja skipta þjálfun með 3-4 vikum á milli, samtals 9 klst.